þjónusta

Hvað er fréttaveita?

Hönnun fréttaveitu

Við nálgumst markaðs- og kynningarmál út frá mörgum sjónarhornum.  Til að fyrirtæki nái að skera sig úr í hafsjó kynningarefnis teljum við að aðrar leiðir en þær mest hefbðundnu séu þær sem frekar virka.  Þær eru mun ódýrari og hægt að stýra fjármagni nákvæmlega eftir árangri.  Fréttaveitu er hægt að hafa í prentuðu formi, myndformi, myndböndum, beinum útsendingum eða í formi kynningarfunda.

 

Texta er í samstarfi við ljósmyndara, almannatengla, grafíska hönnuði, vefhönnuði, forritara og framleiðslufyrirtæki sem búa til gæða fréttaefni á hagkvæmu verði.

  1.  Setjum okkur markmið með útgáfunni.  Fréttabréfið á að vera upplýsandi, segja frá nýjungum, kynna starfsfólk og viðfangsefni, sýna samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins, stefnu, markmið og upplýsa um árangur.
  2. Hversu stórt er umfangið?  Hverjir eru í markhópnum, hvernig á að ná til þeirra?  Á að prenta,  gefa út á vefnum eða samfélagsmiðlum eða bæði, ætlum við að vera í beinni á Facebook?
  3. Setja á fót ritnefnd, meta kostnað við útgáfuna, koma á verklagsreglum fyrir ritnefndina, hver ber ábyrgð, hver gerir hvað?
  4. Gera efnisyfirlit fyrir fréttaveituna - hvað á að fjalla um í útgáfunni.
  5. Safna efni, taka myndir, taka viðtöl, skrifa greinar.
  6. Raða saman efni og velja myndir.
  7. Útlitshönnun fréttaveitunnar.
  8. Framleiðsla, prentað form, myndrænt form og myndbönd.
  9. Útgáfa, prentað form, vefur, samfélagsmiðlar.

Prófarkalestur og umbrot

Bjóðum upp á vandaðan prófarkalestur og umbrot á bókum.  Ferlið virkar þannig að höfundur eða útgefendur fá prófarkalestur fyrir og eftir umbrot.  Markmiðið er að hafa textann eins hreinan og hægt er í umbroti.  Þannig getum við boðið upp á lægri kostnað á þessum þáttum í útgáfuferlinu.

 

Við bjóðum upp á hagvæmt verð í prófarkalestri og umbroti, verð sem ekki hafa sést áður á þessum markaði.  Hafðu samband og fáðu upplýsingar.

Um okkur

Við erum áhugfólk um íslenska tungu, eflingu hennar og þróun.  Elskum að skrifa hnitmiðaðan og áhugaverðan texta sem hittir í mark.  Aðalmálið er að hann standist þínar kröfur og vinni vel fyrir þig, skili þér auknum viðskiptum og hagnaði.  Leitaðu til okkar með það sem þér dettur í hug að virki fyrir þinn rekstur.

LESA MEIRA

proa@proa.is

+354 611 4700

Bogabraut 960, 262 Reykjanesbær

TEXTA TEXTASMIÐJA © ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN