við skrifum texta

Fréttabréf fyrir viðskiptavini og starfsmenn, Facebook innlegg sem selja vörur og þjónustu og skýran og skemmtilegan texta á vefinn?

skýrt og skorinort

Við leggjum upp úr vönduðum vinnubrögðum þar sem texti er settur fram á skýran og skorinortan máta.  Aðalatriðin sett á stall og ekki verið að orðlengja.  Við skrifum texta sem virkar.  Mismunandi hópar kalla á mismunandi nálgun og hugum um leið að góðri og skeleggri íslensku.

 

Bjóðum einnig upp á umsjón með Facebook fyrirtækjasíðum.  Fáðu tilboð hjá okkur í umsjón á þinni fyrirtækja síðu á Facebook.  Við skrifum innlegg og bjóðum upp á auglýsingastjórnun á Facebook síðu fyrirtækisins.

þjónusta

Fréttabréf

Mörg fyrirtæki og félagasamtök sjá hag sinn í að gefa út fréttabréf.  Við sjáum um útgáfu, viðtöl, greinaskrif, ljósmyndun, prentun og útsendingu til markhópa þinna.  Tengjum fréttir vefnum og samfélagsmiðlum.  Láttu vita af þér.

Facebook

VIð skrifum Facebook innlegg fyrir þig.  Á Facebook virkar best að skrifa sögur, frágsagnir af upplifun og hafa viðeigandi mynd með.  Myndbönd virka einna best á netinu með skýrum og einföldum skilaboðum.

Vefurinn

Vefurinn er einn sterkasti vettvangur upplýsinga.  Á vefnum höfum við nokkrar sekúndur til að grípa notandann.  Þar skiptir miklu að vera með fyrirsagnir sem virka og leiðarkerfi sem stýrir notendum í réttar áttir.

skilaboð sem virka

75-80% íslendinga eru á Facebook.  Það er því ekkert launungarmál að Facebook er sterkt markaðstæki.  Til að ná árangri

á Facebook eru til nokkrar þekktar leiðir.  Ein af þessum leiðum er að skrifa áhugaverðan texta í skemmtilegu og eftirtektarverðu formi.

innlegg á facebook

Facebook er að breyta auglýsingamarkaðinum.  Texti ofan í myndir og stórar og lýsandi fyrirsagnir eru ekki að virka á Facebook.  Þar skiptir máli að segja sögu, búa til upplifun og tala af einlægni.  Frásagnir og umsagnir virka ofurvel á Facebook.  Fáðu okkur til að halda utan um Facebook aðganginn hjá þínu fyrirtæki.

meira

Fréttabréfa vinnsla

Fréttabréfaútgáfa, tenging við vef og samfélagsmiðla.

FRÉTTABRÉF Á VEFNUM

Facebook er að breyta auglýsingamarkaðinum.  Texti ofan í myndir og stórar og lýsandi fyrirsagnir eru ekki að virka á Facebook.  Þar skiptir máli að segja sögu, búa til upplifun og tala af einlægni.  Frásagnir og umsagnir virka ofurvel á Facebook.  Fáðu okkur til að halda utan um Facebook aðganginn hjá þínu fyrirtæki.

meira

Um okkur

Við erum áhugfólk um íslenska tungu, eflingu hennar og þróun.  Elskum að skrifa hnitmiðaðan og áhugaverðan texta sem hittir í mark.  Aðalmálið er að hann standist þínar kröfur og vinni vel fyrir þig, skili þér auknum viðskiptum og hagnaði.  Leitaðu til okkar með það sem þér dettur í hug að virki fyrir þinn rekstur.

LESA MEIRA

proa@proa.is

+354 611 4700

Bogabraut 960, 262 Reykjanesbær

TEXTA TEXTASMIÐJA © ALLUR RÉTTUR ÁSKILINN